Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
27.8.2007 | 18:58
skráði mig á einkamal.is
vá ég held að ég sé búin að fá svona 150 skilaboð! og já, svona 26 af þeim eru frá mönnum undir fertugu. flestir bara graðir miðaldra menn með gráa fiðringinn. einn bauð mér m.a.s. greiðslu, ég er enn að hugsa málið(?!).
svo finnst mér skemmtilegast þegar skilaboðin eru e-ð á þessa leið: "hæ" HÆ?!!! ÞAÐ MÁ VERA Í ANDSKOTANUM FYRIR MÉR!! þú varst að senda mér skilaboð, jújú kannski til að vekja athygli á prófílnum þínum, en hann inniheldur: "hæ stelpur!" ...ég tók nú bara svona sem dæmi .. en hvað er áhugavert við þetta? of uppteknir* til að skrifa meira?
ég skráði mig á einkamál fyrir 100 árum síðan en fékk leið á því, núna man ég af hverju. það eru samt alveg krúttlegir strákar að senda mér skilaboð líka, á bara eftir að svara þeim;) læt þá bjóða mér í partý næstu helgi! elska að fara í partý:) þó ég noti miðbæinn í óhófi þá er ég lítt hrifin af þeim hluta borgarinnarupp á síðkastið:/ mér finnst e-ð óheillandi við allt þetta brotna gler í rassinum á mér á sunnudögum.. já þetta fá þau yfir sig, stóru krakkarnir, fyrir að setja á reykingabann. eigum við íslendingar að höndla það?! onei! við brjótum glös! til hamingju sif!
já í partýum er tónlistin líka ekki of há. þar getur maður kynnst fólkinu sem er þarna vaðandi um allt í kring um mann. ekki að ég spjalli mikið þegar ég drekk, allt of eirðarlaus til að tala, PARTÝ!!
já hvað finnst ykkur um einkamál? er þetta hórumang miðaldra karlmanna með standpínuvandamál eða er í alvörunni hægt að hitta skemmtilega gaura þaðan? (helst meira en 11% þeirra sem skráðir eru). og takið eftir gott fólk að ég er ekki að tala um alla! eins og áður sagði þá hef ég fengið áhugaverð skilaboð sem ég á enn eftir að svara:)
*þið fattið þennan, getur ekki annað verið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 14:01
Forfallinn ástarfíkill
það er ég, með meiru.
ég er alltaf með stráka í sigtinu sem endar yfirleitt með því að þeir falla í gleymskunnar mikla haf. ég tala um þá, daðra við þá, jafnvel kyssi þá, en ekkert meira. missi yfirleitt bara áhugann. en einn er alveg fastur í mér. og hann er fyrrverandi kærastinn minn. málið er að við vorum kærustupar þegar við vorum 18 ára og það gekk ekki upp. ekkert drama út af því neitt, bara gekk ekki upp:) en mig langar svolítið að höstla hann aftur. tala reglulega við hann á msn, sendum hvort öðru stöku sms og spjöllum helling þegar við hittumst. hann er svo fokkíng hott!! grannur, með svart hár, dökkblá augu og alltaf flott klæddur. í nótt dreymdi mig hann. við vorum að djamma með helling af fólki og enduðum 2 heima hjá honum. nema í stað þess að verða rómantískur þá tók hann upp hellings jarðleir og fór að leira! haha:D já hann leiraði þarna lítinn kall sem hann sagði vera sig sjálfan. við hlógum að þessu og allt í einu er litli kallinn kominn með tippi. og það ekkert smá!! hann bætti sífellt við meiri leir á þennan stóra og mikla getnaðarlim og við héldum áfram að hlæja. ætli þetta þýði e-ð? er hann búinn að fara í reðurstækkun? vegna þess að hann var nú ekkert meira en bara í meðallagi þegar við vorum kærustupar, sem var fínt.
en hvað á maður að gera ef maður er ennþá skotinn í fyrrverandi kærasta? veit ekki hvort mig langar í samband.. kannski bara svona vinir með aukakostum:) bæði búin að vera meira og minna einhleyp síðan þetta var og svona.. hmm? hvað segið þið hin?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 22:27
meira:
já ég er alveg í stuðinu núna til að skrifa.
við fórum á oxford street í London. auðvitað var kíkt inn í TopShop. þetta er á fokkíng 11 hæðum! fundum okkur hellings helling af fötum til að máta. þetta var daginn eftir alveg svakalega bjórdrykkju og vita það margir að bjór getur valdið mikilli gasmyndun og fylgja því oftar en ekki skemmtileg hljóð. við höfðum líka bara étið á pizza hut og macdonalds. þessi blanda gerir lyktina svolítið vonda:/
það var mikið að gera og löööng biðröð í mátunarklefana. full röð að stelpum í hópum með tilheyrandi skrækjum og flissi. ööhhh!! ég er mjög óþolinmóð og verð mjög auðveldlega pirruð þegar ég er að bíða í röð og hljóðin í þessum stelpum fylltu mig viðbjóði. það leyndi sér ekki á svipnum en ég leyni því ekki ef ég er djúpt hugsi, ég bara einfaldlega geri mér ekki grein fyrir því að hugsanir mínar sjáist svona greinilega í andlitinu á mér.
gaddemit ég þarf að prumpa. djöfull... full röð af fólki og löng bið. ég sleppti einum, þær halda allar að ófríða stelpan fyrir aftan mig hafi gert það.. vona ég.
biðin entist í sirka 10 mínútur og þá komst ég loksins inn í klefa. ég skil ekki af hverju ég fer yfir höfuð að versla mér föt. sama hversu vel til höfð ég er, ég verð alltaf drusluleg. mér verður sjóðheitt, roðna og svitna. peysur og bolir toga andlitið á mér í allar átti og eyðileggja kúlið á hárinu. svo er alltaf svo mikil birta í þessum búðum svo maður sér hvern einasta fílapensil í andlitinu á sér. oj, ég er ógeðsleg! því ofan á þetta allt saman var metangasframleiðslan á borð við fjós! máta 2 buxur og 4 boli og mér finnst enn vera lykt inni í klefanum hjá mér. ég var ekki viss en ég var náttúrulega búin að vera í lyktinni allan daginn svo í raun var hún meiri en ég gerði mér grein fyrir. ég veifa höndunum út í loftið í smástund og opna síðan klefann. kona um þrítugt labbar inn og gefur frá sér hljóð.
oh man.... ég borgaði fyrir 3 boli og fór ein upp á hótelherbergi og eyddi sirka 2 tímum ein þar. þ.á.m. til að losa mig við uppsprettu endaþarmsillskunnar. fór svo út og hitti stelpurnar á mcdonalds.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 22:00
glænýtt blogg á landinu!
af hverju þarf ég alltaf að detta eða missa e-ð þegar ég sé fallegan karlmann til að reyna við? ég er nýkomin heim frá London. skrapp út í viku með söru og báru. svona ansi skemmtileg stelpuferð eins og margir vilja kalla það. það var mikið djammað og djúsað og verslað út fyrir öll velsæmismörk. en er það ekki akkúrat það sem við íslendingar gerum þegar við komumst loksins til útlanda?
ferðin byrjaði eki vel. ég var stoppuð á flugvellinum í London af tveimur fjallmyndarlegum kvenmönnum. alveg FJALLmyndarlegum! önnur þeirra talaði við mig á undarlegu máli sem ég taldi mig aldrei hafa heyrt áður.. þetta var alveg svakaleg breska. þær bentu mér að koma með sér e-ð á bakvið. shit hvað ég var skelkuð. eru þær að fara að gramsa í mínu allra heilagasta í von um að finna skynörvandi lyf? neinei, þær ætla bara aðeins að tala við mig. úff.. ég get ekki að því gert að mér finnst harla ólíklegt að þær þurfi að fara með mig í bakherbergi til að spyrja mig hvað ég sé með í vasanum. þær eru að fara að gramsa! tvær tröllskessur á stærð við pabba minn böbbluðu e-ð og bentu og veifuðu höndunum í áttina að mér. ég var gráti næst. vinkonur mínar horfnar í gegn um tollinn og tveir kvenkarlmenn eru að fara að misnota mig á heathrow flugvellinum í london. mér gat ekki liðið verr þegar allt í einu, algjörlega upp úr þurru, að önnur þeirra leggur höndina á öxl mér og vísar mér leiðina út. þær gáfust upp á stressaða íslendingnum sem kunni ekki cockney bresku. ég hleyp áfram, eldrauð í framan, skjálfandi og dofin í fótleggjunum og finn stelpurnar sem finnst þetta að sjálfsögðu alveg óborganlegt.
við komumst heilar á húfi á hótelherbergið til að henda af okkur farangrinum. stelpurnar enn flissandi yfir skelfingarsvipnum þegar fröken og frú borghildur tóku mig afsíðis til misnotkunar sem ekkert varð úr sökum tungumálamisskilnings.. eða ekki skilnings.
við létum mestu ferðaþreytuna aðeins líða úr okkur áður en við sklltum á okkur maskara og hlupum út í villta borgina. við byrjuðum á cheers barnum, drukkum nokkra bjóra þar. barþjónninn var annaðhvort suður amerískur eða austur evrópskur. ég hallast frekar að austur evrópu kostinum. hann virtist í fyrstu vera mjög indæll. sagði mér hversu fallegar við værum og spjallaði við okkur, hvaðan við værum og allt þetta venjulega. svo spurði hann bara svona eins og ekkert væri sjálfsagðara: "You gullz shed come to moy ouse after moy sheft and shag me and moy friend." við héldum nú ekki. hreyttum út úr okkur óyrðum við drenginn og yfirgáfum cheers. þvílíkur dóni. en þegar leið á kvöldið vorum við farnar að leika hann og gera grín að þessu.
við héldum áfram og fundum þarna einhvern pöbb sem ég man ekkert nafnið á. fórum inn.. ég blindaðist af fegurð þessa manns! hann innihélt greinilega indverskt blóð og var alveg gífurlega myndarlegur! ég glápti á hann með galopinn munninn og hálf rangeyg þegar honum er skyndilega litið á mig! helvítis! af hverju get ég ekki bara alltaf verið fabulous?! hann sá mig greinilega og það eina sem ég gerði var að byrja að roðna og svitna! ..jæja, þá var það úr sögunni. ég hélt bara áfram mínu striki á eftir píunum en þurfti aðeins að vera með sýndarmennsku. enda komin ágætlega í glas á þessum tímapunkti. ég dansaði eins og ég væri í britney spears myndbandi (hélt ég) og blés reykhringi með stút á vörunum og var bara ógeðslega töff (fannst mér). ég var eins og módel nema bara skemmtilegri! vá hvað margir strákar eiga örugglega eftir að reyna við mig í kvöld! (stundum þegar maður er drukkinn...geez). við stelpurnar skiptumst á að fara á barinn til að kaupa drykki. við gerum það yfirleitt þegar við förum að djamma en þá ákveður sú sem fer barferðina hvaða drykkur verður í boði það skiptið. við vorum allar búnar að kaupa nokkur tequila skot hver. ég var búin að kaupa blauta geirvörtu (mér finnst þetta alltaf alveg svakalega dónalegt nafn á skoti). svo voru þarna nokkrir kokteilar og að sjálfsögðu bjór. ég fór á barinn og bað um irish carbomb en þurfti að lýsa drykknum fyrir barþjóninum. það tók drykklangan tíma. og þá meina ég drykk sem tekur lengri tíma að drekka en irish carbomb. en á endanum tókst það. fyrir ykkur sem hafa ekki smakkað irish carbomb, skellið ykkur þá á celtic og pantið eina írska. whiskey í botninn, guinnes og svo skella þeir baily's staupi ofan í bjórinn. drekkið þetta nú á innan við 3 sekúndum!
ég hata greinaskilin á þessu bloggi.. jæja, þeir sem hafa prófað þennan drykk vita kannski hversu alvarleg áhrif hann hefur á líkamann. taugakerfið fer að dingla inni í þér og dómgreindarhluti heilans hættir að fá súrefni. en mikið svakalega verður gaman. svona ef maður hefur ekki verið búinn að drekka mjög mikið áður en bílasprengjan er innbyrgð.
málið er það, að ég VAR búin að drekka mikið. þessvegna varð ég alveg gegnsósa eftir þetta. ég ákvað því að rölta yfir til indverjans míns og leiðrétta þann misskilning að ég sé með alvarlegan heilaskaða. ég setti varasalva á mig, gerði toppinn minn aðeins flegnari, fékk mér tyggjó, kveikti mér í sígó og setti stút á varirnar. ég labbaði ógeðslega sexý að barnum, tróð mér við hliðina á honum og snéri að honum. ég ætlaði sko að heilla hann upp úr skónum.
"hæ ar jú from indía? bíkos, jú nó, æ lov indían menn. ðei ar verrí kjútt. hev jú sín Lost?"
hann leit á mig og vá hvað hann var glaður að sjá mig! hann brosti út að eyrum og hló að öllum bröndurunum mínum, jafnvel þó svo að ég myndi ekki endinn á þeim af því ég var svo full og sagði þá kannski svolítið úr samhengi. hann var að djamma með vinum sínum og fór að kynna mig fyrir þeim. þeir voru líka glaðir að sjá mig... hmm..? mér fór að líða asnalega og leit niður.. crap. ég hafði togað toppinn allt of langt niður þegar ég ætlaði að vera sexý.. nákvæmlega gott fólk! ég var á fokkíng brjóstunum!!
ég togaði toppinn upp og smeygði mér í burtu og dró stelpurnar með mér inn á klósett. þannig fór það..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)