skráði mig á einkamal.is

vá ég held að ég sé búin að fá svona 150 skilaboð! og já, svona 26 af þeim eru frá mönnum undir fertugu. flestir bara graðir miðaldra menn með gráa fiðringinn. einn bauð mér m.a.s. greiðslu, ég er enn að hugsa málið(?!).

svo finnst mér skemmtilegast þegar skilaboðin eru e-ð á þessa leið: "hæ" HÆ?!!! ÞAÐ MÁ VERA Í ANDSKOTANUM FYRIR MÉR!! þú varst að senda mér skilaboð, jújú kannski til að vekja athygli á prófílnum þínum, en hann inniheldur: "hæ stelpur!" ...ég tók nú bara svona sem dæmi ..  en hvað er áhugavert við þetta? of uppteknir* til að skrifa meira?

ég skráði mig á einkamál fyrir 100 árum síðan en fékk leið á því, núna man ég af hverju. það eru samt alveg krúttlegir strákar að senda mér skilaboð líka, á bara eftir að svara þeim;) læt þá bjóða mér í partý næstu helgi! elska að fara í partý:) þó ég noti miðbæinn í óhófi þá er ég lítt hrifin af þeim hluta borgarinnarupp á síðkastið:/ mér finnst e-ð óheillandi við allt þetta brotna gler í rassinum á mér á sunnudögum.. já þetta fá þau yfir sig, stóru krakkarnir, fyrir að setja á reykingabann. eigum við íslendingar að höndla það?! onei! við brjótum glös! til hamingju sif!

já í partýum er tónlistin líka ekki of há. þar getur maður kynnst fólkinu sem er þarna vaðandi um allt í kring um mann. ekki að ég spjalli mikið þegar ég drekk, allt of eirðarlaus til að tala, PARTÝ!!

já hvað finnst ykkur um einkamál? er þetta hórumang miðaldra karlmanna með standpínuvandamál eða er í alvörunni hægt að hitta skemmtilega gaura þaðan? (helst meira en 11% þeirra sem skráðir eru). og takið eftir gott fólk að ég er ekki að tala um alla! eins og áður sagði þá hef ég fengið áhugaverð skilaboð sem ég á enn eftir að svara:)

 

 

 

*þið fattið þennan, getur ekki annað verið.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

hey babes, takk fyrir síðast. þvílíkur snillingur!

sven (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband